Handbolti

Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi.
Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi. Mynd/Instagram/hsi_iceland

Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu.

„Það var gaman að spila þennan leik en hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Elvar við Tómas Þór Þórðarson í leikslok í München.

Eftir frábærar fyrstu 50 mínútur fór aðeins að draga af Elvari í lokin. Hann sagði það mögulega hafa verið reynsluleysi.

„Þeir komust yfir og það var svolítið erfitt eftir það.“

„Mér leið mjög vel inni á vellinum, stuðningurinn var frábær, þetta var ógeðslega gaman,“ sagði Selfyssingurinn.

„Nú hugsum við bara um næsta leik sem við ætlum að vinna,“ sagði Elvar en Ísland mætir Spánverjum á sunnudaginn.

„Það er gríðarleg reynsla að spila á móti svona sterku liði. Núna vitum við hvar við stöndum, við getum staðið í öllum og getum unnið alla,“ sagði Elvar Örn Jónsson.

Klippa: Elvar: Nú vitum við hvar við stöndum


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.