Viðskipti innlent

TFII nýr hluthafi í Genís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Róbert Guðfinnsson er stofnandi Genís en hann hefur látið til sín taka í uppgangi á Siglufirði undanfarin ár.
Róbert Guðfinnsson er stofnandi Genís en hann hefur látið til sín taka í uppgangi á Siglufirði undanfarin ár. FBL/Arnþór
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi að því er segir í tilkynningu frá GAMMA sem sá um fjármögnunina.Ekki kemur fram í tilkynningunni hve miklum peningum var safnað í áfanganum.Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem hefur að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þróun félagsins að því er segir í tilkynningunni.„Unnið er að framleiðslu á lyfjabæti sem er í klínískum prófunum. Þá hefur félagið lokið dýratilraunum með ígræðsluefni fyrir bein. Einnig er félagið með í undirbúningi þróun á líftæknilyfi byggðu á þekkingargrunni félagsins.“„Við hjá Genís fögnum því að hafa fengið nýjan og öflugan hluthafa til liðs við okkur. Við horfum jákvæðum augum til framtíðar og stefnum nú ótrauð á frekari sókn inn á erlenda markaði,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís.Benecta er ætlað að hjálpa hinum eldri og segir í stefnu Benecta að fyrirtækið hafi staðfasta trú að lífsgæði þurfi ekki að ráðast af „aldri“ fólks.„Okkur finnst kominn tími til að endurskoða viðteknar hugmyndir um aldur. Losum okkur við öll úreltu og aðþrengjandi viðhorfin um hvernig „eldra fólk“ eigi að haga sér. Við ætlum ekki að hörfa hljóðlega inn í ellina og við ætlumst ekki heldur til þess að viðskiptavinir okkar geri það.“Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lýsir sér sem efasemdamanni með menntun á sviði vísindanna. Í heimildarmynd, sem kostuð var af Benecta og N4 vann og sjá má hér að neðan, fullyrðir Gunnar að síðan hann byrjaði að taka Benecta þurfi hann ekki að vakna og fara á klósettið á nóttunni. Honum líði betur og horfi til framtíðar.Vísir hefur sent GAMMA og Genís fyrirspurn um hve miklum peningum var safnað í þessum fyrsta áfanga.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.