Handbolti

Þrír efstir og jafnir í HM-einkunnagjöf Vísis en enginn hærri en þjálfarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Guðmundsson.
Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty
Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni.

Þrír leikmenn eru efstir og jafnir eftir fyrstu fimm leikina en það eru þeir Arnór Þór Gunnarsson, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson.

Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson hafa báðir því að vera í heimsklassa, það er að fá fullt hús eða sex fyrir frammistöðu í leik. Aron fékk það þegar hann kom að 18 mörkum íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Króatíu en Arnór fékk það þegar hann skoraði tíu mörk í lokaleiknum á móti Makedóníu.

Ólafur Guðmundsson hefur ekki náð sexu en hann hefur verið mjög jafn í sínum leik og hefur aldrei fengið lægra en fjóra í einkunn í þessum fimm leikjum.

Björgvin Páll Gústavsson er fjórði á listanum en hann hefur unnið sig inn í mótið með miklum glæsibrag eftir mjög erfiða byrjun í fyrsta leik á móti Króötum.

Enginn leikmaður íslenska liðsins er þó með hærri meðaleinkunn en landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sem hefur með reynslu sinni og kunnáttu á leiknum náð ótrúlegum árangri með þetta kornunga lið.

Guðmundur hefur fengið 4,6 í meðaleinkunn eða hærra en allir leikmenn hans. Hann veðjaði á framtíðarmenn Íslands og hefur þegar stigið stórt skref í rétta átt með því að komast með liðið í milliriðil og í hóp tólf bestu handboltaþjóða heims.

Hér fyrir neðan má sjá meðaleinkunn alla leikmanna íslenska liðsins.

Hæsta meðaleinkunn í HM-einkunnagjöf Vísis 2019:

1. Arnór Þór Gunnarsson    4,40

1. Aron Pálmarsson 4,40

1. Ólafur Guðmundsson 4,40

4. Björgvin Páll Gústavsson 4,20

5. Ólafur Gústafsson 4,00

5. Elvar Örn Jónsson 4,00

7. Bjarki Már Elísson 3,80

7. Arnar Freyr Arnarsson 3,80

9. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,75

10. Daníel Þór Ingason 3,50

10. Sigvaldi Guðjónsson     3,50

12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,33

13. Stefán Rafn Sigurmannsson 3,25

13. Ýmir Örn Gíslason 3,25

13. Teitur Örn Einarsson 3,25

16. Ómar Ingi Magnússon 3,20

Þjálfarinn: Guðmundur Guðmundsson 4,60

Bestu leikmenn íslenska liðsins í einstökum leikjum:

Á móti Króatíu: Aron Pálmarsson 6

Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 5

Á móti Barein: Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson 5

Á móti Japan: Stefán Rafn Sigurmannsson 5

Á móti Makedóníu: Arnór Þór Gunnarsson 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×