Handbolti

Sterbik kallaður inn í landsliðshóp Spánverja

Dagur Lárusson skrifar
Arpad Sterbik.
Arpad Sterbik. vísir/getty
Spænska landsliðið hefur ákveðið að bæta markverðinum Arpad Sterbik inn í landsliðsshóp sinn en eins og greint var frá í gær þá meiddist Rodrigo Corales eftir að þungt auglýsingaskilti féll á hann.

 

Arpad Sterbik er 39 ára og spilar með Veszprém í Ungverjalandi en hann er vel þekktur í handboltaheiminum en hann er talinn einn besti markvörður allra tíma og hefur spilað 75 leiki fyrir landslið Spánverja og unnið til margra verðlauna. 

 

Sterbik var ekki upphaflega í hópi Spánverja en má nú búast við því að hann muni spila, a.m.k. að hluta til með Spánverjum í leikjum þeirra í milliriðlinum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×