Neikvæð ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði þrjú ár í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2019 18:30 Vísir/Stefán Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“ Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“
Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira