Íslenskur seðill seldist á 1,2 milljónir króna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 20:35 Seðillinn er sagður gefinn út árið 1798. Mynd/Lyn Knight Auctions Danskur ríkisdalur gefinn út á Íslandi seint á átjándu öld seldist fyrir 1,2 milljónir íslenskra króna í nóvember, samkvæmt myntsöfnunarvefnum Numismatic News. Á vefnum segir að seðillinn sé íslenskur ríkisdalur frá árinu 1798, prentaður aftan á danskan kúrantdal. Seðillinn hafi konunglegi Kúrantbankinn gefið út á Íslandi þegar landið var enn undir danskri stjórn. Með fylgir mynd af seðlinum en á honum sést greinilega rituð íslenska, þar sem virði hans á útgáfutímanum er útlistað: „[…] geingur fyrir 1. Ríkisdal eður Nyutiu og Sex Skilldinga í Danskri Courant Mynt í Danmörku […]“. Á vef Numismatic News kemur einnig fram að ríkisdalurinn hafi verið seldur hæstbjóðanda fyrir 10.800 Bandaríkjadali, eða rúmar 1,2 milljónir króna. Var það hæsta verð sem fékkst fyrir mynt á uppboði Lyn Knight í Kansas í nóvember síðastliðnum en hollensk-gíneskur seðill var seldur fyrir sömu upphæð. Ríkisdalur var gjaldmiðill í Danmörku þar til samnorrænt myntbandalag tók gildi árið 1875 og norrænu ríkin tóku upp krónu. Árið 2014 seldist íslenskur 50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, á tæplega 16.500 Bandaríkjadali, eða rúmlega 2,2, milljónir króna, á uppboði í Chicago. Samsvarandi seðill var seldur fyrir um 1,3 milljónir króna í Danmörku árið 2016. Íslenska krónan Tengdar fréttir Íslenskir seðlar boðnir upp á milljónir Mjög fágætur íslenskur hundrað krónu seðill frá árinu 1919, sem metinn er á 3-4 milljónir króna verður boðinn upp á uppboði hjá þýsku uppboðsfyrirtæki í næstu viku, ásamt rúmlega tuttugu öðrum sjaldgæfum íslenskum seðlum. 17. september 2016 07:00 Íslenskur seðill seldur á rúmlega 1,3 milljónir króna 16. nóvember 2017 15:22 Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Mikil eftirspurn eftir íslenskum seðlum í Bandaríkjunum 19. ágúst 2014 12:20 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Danskur ríkisdalur gefinn út á Íslandi seint á átjándu öld seldist fyrir 1,2 milljónir íslenskra króna í nóvember, samkvæmt myntsöfnunarvefnum Numismatic News. Á vefnum segir að seðillinn sé íslenskur ríkisdalur frá árinu 1798, prentaður aftan á danskan kúrantdal. Seðillinn hafi konunglegi Kúrantbankinn gefið út á Íslandi þegar landið var enn undir danskri stjórn. Með fylgir mynd af seðlinum en á honum sést greinilega rituð íslenska, þar sem virði hans á útgáfutímanum er útlistað: „[…] geingur fyrir 1. Ríkisdal eður Nyutiu og Sex Skilldinga í Danskri Courant Mynt í Danmörku […]“. Á vef Numismatic News kemur einnig fram að ríkisdalurinn hafi verið seldur hæstbjóðanda fyrir 10.800 Bandaríkjadali, eða rúmar 1,2 milljónir króna. Var það hæsta verð sem fékkst fyrir mynt á uppboði Lyn Knight í Kansas í nóvember síðastliðnum en hollensk-gíneskur seðill var seldur fyrir sömu upphæð. Ríkisdalur var gjaldmiðill í Danmörku þar til samnorrænt myntbandalag tók gildi árið 1875 og norrænu ríkin tóku upp krónu. Árið 2014 seldist íslenskur 50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, á tæplega 16.500 Bandaríkjadali, eða rúmlega 2,2, milljónir króna, á uppboði í Chicago. Samsvarandi seðill var seldur fyrir um 1,3 milljónir króna í Danmörku árið 2016.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Íslenskir seðlar boðnir upp á milljónir Mjög fágætur íslenskur hundrað krónu seðill frá árinu 1919, sem metinn er á 3-4 milljónir króna verður boðinn upp á uppboði hjá þýsku uppboðsfyrirtæki í næstu viku, ásamt rúmlega tuttugu öðrum sjaldgæfum íslenskum seðlum. 17. september 2016 07:00 Íslenskur seðill seldur á rúmlega 1,3 milljónir króna 16. nóvember 2017 15:22 Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Mikil eftirspurn eftir íslenskum seðlum í Bandaríkjunum 19. ágúst 2014 12:20 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslenskir seðlar boðnir upp á milljónir Mjög fágætur íslenskur hundrað krónu seðill frá árinu 1919, sem metinn er á 3-4 milljónir króna verður boðinn upp á uppboði hjá þýsku uppboðsfyrirtæki í næstu viku, ásamt rúmlega tuttugu öðrum sjaldgæfum íslenskum seðlum. 17. september 2016 07:00
Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Mikil eftirspurn eftir íslenskum seðlum í Bandaríkjunum 19. ágúst 2014 12:20