Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2019 08:00 Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“ Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15
Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15