Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2018 12:30 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15