Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2019 08:00 Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“ Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15
Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15