Matur

Skólasamloka með kjúklingi og buffaló sósu

Steikið beikon og setjið á eldhúsþurrku til að taka mestu fituna af.
Steikið beikon og setjið á eldhúsþurrku til að taka mestu fituna af.

Uppskrift að girnilegri skólasamloku með kjúklingi og buffaló sósu sem dugar fyrir þrjá til fjóra.

Skólasamloka

8 beikonsneiðar
¾ bolli buffaló sósa (önnur sterk sósa dugar)
¼ bolli rjómaostur, við stofuhita
¼ bolli rifinn cheddar ostur (annars brauðostur)
1 ½ bolli rifinn steiktur kjúklingur
Hálfur sellerístöngull, skorinn smátt
¼ bolli vorlaukur, skorinn smátt
Salt og pipar
8 sneiðar súrdeigsbrauð (eða annað gott brauð)
4 þunnar sneiðar af cheddar osti (annars brauðostur)
Smjör til steikingar

Steikið beikon og setjið á eldhúsþurrku til að taka mestu fituna af. Hitið buffalósósuna í örbylgjuofni í 30 sek. Blandið saman í skál heitu sósunni, rjómaostinum og cheddar ostinum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið næst við kjúklingi, selleríi og vorlauk. Smakkið til með salti og pipar.

Leggið brauðsneið á disk. Smyrjið vel af kjúklingablöndunni yfir, setjið næst tvær beikonsneiðar og sneið af cheddar osti. Lokið með brauðsneið.

Hitið smjör á pönnu við meðalhita og steikið samlokuna á hvorri hlið í 2-3 mín. eða þar til brauðsneiðar eru gullinbrúnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.