Körfubolti

KR áfram á toppnum │Fjörutíu stiga sigur Vals

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KR-ingar eru að gera gott mót.
KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari

KR heldur toppsætinu í Domino's deild kvenna eftir tíu stiga sigur á Haukum. Valur burstaði Skallagrím og Keflvíkingar höfðu betur gegn Stjörnunni.

KR er áfram eitt á toppi Domino's deildar kvenna eftir 80-70 sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld. Kiana Johnson átti stórleik fyrir KR og skoraði 35 stig.

Vesturbæingar lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta en heimakonur í Haukum náðu aðeins að setja níu stig í fyrsta leikhlutanum á meðan KR skoraði 22. Staðan í hálfleik var 30-37 fyrir KR.

Nýliðar KR eru því með 24 stig eftir 15 leiki.

Á Hlíðarenda sáu Skallagrímskonur aldrei til sólar þegar þær sóttu heimakonur í Val heim.

Valur vann alla leikhlutana í leiknum og leikinn sjálfan svo sannfærandi 83-43. Heather Butler var stigahæst Valskvenna með 16 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir fylgdu þar fast á eftir með 14 og 12 stig hvor. Allir leikmenn vals nema einn komust á blað í kvöld.

Stjarnan sótti Keflvíkinga heim í leik sem byrjaði á mikilli vörn. Aðeins 19 stig voru skoruð í fyrsta fjórðungnum en staðan að honum loknum var 7-12 fyrir Stjörnunni.

Jafnt var með liðunum alveg fram í síðasta fjórðunginn en þá stigu heimakonur á bensíngjöfina og unnu að lokum 68-59 sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.