Kirkjujarðasamkomulagið - Óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 21. október 2019 10:00 Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun