Fjölmiðlamaður kom að innbrotsþjófi í Vesturbænum: „Ég hlóð bara í eitt gott „Hey!““ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 13:42 Atli Már segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi. Facebook/Owen Fiene/Getty Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“ Reykjavík Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson kom í nótt að manni sem reyndi að brjótast inn á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. „Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hlóð bara í eitt gott „Hey!“ og hann var þá fljótur að láta sig hverfa,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Atli Már starfar á RÚV og segir frá reynslu sinni í Vesturbæjargrúppunni á Facebook þar sem hann beinir því til íbúa og húseigendur að vera á varðbergi og huga sérstaklega að því að læsa gluggum. Hann segist hafa verið úti að borða með vinum sínum í gærkvöldi og komið heim í kringum klukkan tvö. „Ég er þarna með ljósin kveikt og sit í sófanum að horfa á eitthvað áður en ég myndi fara að sofa. Ég heyri svo einhvern umgang og held fyrst að þetta sé annar kattanna. Ég á tvo ketti og var einn þeirra sofandi hjá mér í sófanum. Hann rumskaði líka við allan þennan umgang.“ Í skíðaúlpu af gamla skólanum Atli Már segist þá hafa farið inn í eldhúsið og séð fingur koma inn um gluggann. „Það er tvöföld læsing á glugganum en hann reyndi að komast þarna inn. Ég sá hann samt ekki þar sem það er filma á glugganum, en hann virtist vera í einhverri „old school“ svartri og hvítri skíðaúlpu. Ég hljóp út þegar ég var búinn að hrópa en maðurinn var þá horfinn. Honum virðist hafa brugðið mjög mikið. Ég tala líka mjög hátt.“ Hann segir þetta hafa verið mjög sérstök upplifun. „Þetta var svo súrrealískt þar sem ég vissi ekkert hvað var í gangi. Það var líka kveikt inni í eldhúsi þannig að það var augljóst að einhver var heima. Ég skil ekki alveg hvað hann ætlaði sér. Hann var líka ekkert hljóðlátur, ekkert að pukrast með þetta.“En hvernig leið þér eftir þetta? Varstu fljótur að sofna? „Við getum orðað þetta þannig að ég var vakandi lengur en ég ætlaði mér. Hringdi í lögguna og sagði að það væri greinilega einhver á ferli.“
Reykjavík Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent