Gífurleg áhætta og skelfilegar afleiðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:30 Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg?
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun