Flækjast fyrir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. mars 2019 08:00 Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar