Að stela mat úr munni Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2019 07:45 Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun