Brennivín í bréfalúguna – ógæfa í bögglapósti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. október 2019 09:30 Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun