Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2019 09:56 Flutningaskipið BBC Lagos kemur inn til Húsavíkur að sækja vinnubúðirnar. Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson. Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45