Ágúst: Fram er besta liðið eins og staðan er í dag Sæbjörn Þór Steinbergsson skrifar 7. desember 2019 15:56 Ágúst var brattur þrátt fyrir tap í dag. vísir/bára „Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30