Sýnilegar og ósýnilegar breytingar Elín M. Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun