Guðjón Valur fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2019 14:00 Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, fremstur í hraðaupphlaupi. vísir/anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty
Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn