Frá sjónarhorni starfsfólks hjúkrunarheimila María Fjóla Harðardóttir og Pétur Magnússon skrifar 21. maí 2019 17:18 Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sér velferð foreldra sinna miklu varða. Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilunum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúanna og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimilanna jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.Ekki fullkomin Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar hefur á síðustu árum verið unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.Starfsfólkið er líka fólk Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á okkar vinnustað starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Okkar reynsla er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.Krefjandi starf Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum ekki heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær fá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðum starfi áfram þó stundum blási á móti.María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs HrafnistuheimilannaPétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sér velferð foreldra sinna miklu varða. Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilunum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúanna og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimilanna jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.Ekki fullkomin Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar hefur á síðustu árum verið unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.Starfsfólkið er líka fólk Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á okkar vinnustað starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Okkar reynsla er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.Krefjandi starf Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum ekki heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær fá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðum starfi áfram þó stundum blási á móti.María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs HrafnistuheimilannaPétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun