Ef EES er gott – sem það er – þá er ESB enn þá betra Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. júní 2019 08:00 Lengi virtist það vera í tízku, að tala illa um Evrópu og evru, þó að einmitt aðild okkar að EES og Schengen-samkomulaginu hefði tryggt okkur efnahagslegar framfarir og margvíslegt frelsi langt umfram það, sem áður hafði þekkzt eða ella hefði getað orðið. Með EES-samningnum komumst við með allar okkar framleiðsluvörur og afurðir, frjálslega og að mestu leyti tollalaust, inn á stærsta markað heims; 30 ríki með nú 513 milljónir íbúa. Samtímis opnaðist okkur að mestu vegabréfalaust frelsi til heimsókna, dvalar og búsetu í öllum þessum löndum, með fullum réttindum til starfa, atvinnu og eigin reksturs. Á sama hátt gátum við sótt erlenda starfskrafta frá ESB-löndunum til okkar, til að manna og styrkja okkar eigin atvinnuvegi, einkum ferðaþjónustu og byggingariðnað. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á afstöðu flestra til EES/ESB og Evrópu síðustu misserin. Upplýst umræða hefur leitt til þess, að fleiri og fleiri skilja nú, hversu mikilvægur og dýrmætur EES-samningurinn er. Ef miðað er við afstöðu þingmanna til 3. orkupakkans, sem í umræðu og afstöðu er orðinn nokkurs konar „persónugervingur“ EES-samningsins, þá virðast 52 af 63 þingmönnum vera hlynntir 3. orkupakkanum – enda sjálfsagður hluti af EES-samningnum, eins og frjálsar flugsamgöngur, frjálsir skipaflutningar og önnur frjáls og gagnkvæm viðskipti. Meta má umfang EES-samningsins – með Schengen – sem 80-90% af fullri ESB-aðild. Það, sem upp á vantar fulla ESB-aðild, er einkum tvennt: 1. Samkomulag um fiskveiðar við Ísland og stjórn þeirra. 2. Endanlegt samkomulag um landbúnaðarmál. Malta er um margt í svipaðri stöðu og Ísland. Lítil eyþjóð háð fiskveiðum og ferðaþjónustu. Þegar landið gekk í ESB 2003, fékk það full yfirráð yfir sínum fiskimiðum og fulla stjórnun sinnar fiskveiðilögsögu á grundvelli sögunnar, en Maltverjar höfðu sjálfir og einir farið með þessi yfirráð í ár og aldir. Það sama gildir um fiskveiðilögsögu okkar og fiskimið, og virðist það borðleggjandi, að við myndum fá sömu góðu úrlausnina fyrir þessi mál og Malta. Þegar Svíar og Finnar gengu í ESB 1995, fengu þeir líka sérákvæði inn í samninginn fyrir landbúnaðinn, honum til verndar og styrktar, vegna þess, sem nefnt var „norræn lega“. Er ekki að efa, að við myndum fá sömu sérkjör fyrir íslenzkan landbúnað við fulla inngöngu. En, af hverju full ESB-aðild í stað 80-90% aðildar með EES og Schengen!? EES-samningurinn var alltaf hugsaður til bráðabirgða. Samningurinn veitir því ekki aðgang að nefndum, ráðum og framkvæmdastjórn ESB; m.ö.o. við undirgengumst það, sem átti að vera í bili, að taka upp tilskipanir, reglugerðir og lög ESB – sem reyndar eru nær allar af hinu góða – án þess að hafa nokkuð um þær að segja; án nokkurrar umsagnar eða áhrifa, nánast án nokkurrar fyrirfram hugmyndar um, hvað koma skyldi. Þetta er auðvitað ófært til langframa. EES-samningurinn veitir heldur ekki aðgang að öflugasta og stöðugasta myntkerfi heims, evrunni, sem bæði tryggir lægstu vexti, sem völ er á, fyrir almenning og atvinnuvegina, og stórfellt aukalegt öryggi í formi launa, tekna og eigna, jafnt sem kostnaðar, gjalda og skulda í einni og sömu mynt. Úrtölu- og afdalamenn fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, myndum við engu ráða. Þetta er enn ein rangfærslan og ósannindaklisjan. Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 82,4 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 858 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Oft veljast fulltrúar smærri aðildarþjóða til forustu; Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg, næstfámennasta ríki ESB, hefur t.a.m. verið annar valdamesti maður sambandsins síðustu 5 ár. Margrether Vestager, frá Danmörku, kynni að taka við af honum. Skandinavar hafa alltaf haft mikið að segja í ESB. Hver aðildarþjóð hefur auk þess í raun neitunarvald, þar sem þjóðþing allra – nú 28 – aðildarríkjanna verða að samþykkja alla meiriháttar samninga, sem ESB gerir, og alla meiriháttar löggjöf eða breytingar á fyrri löggjöf. Loks skal bent á, að ESB er nú með fríverzlunarsamninga við þrjú mikilvæg lönd – öfluga markaði með samtals 216 milljónir íbúa; Japan, Suður-Kóreu og Kanada – en þessir fríverzlunarsamningar eru ekki með í EES-samkomulaginu. Full ESB-aðild tryggir þannig í dag frjálsan og tollalausan aðgang að markaði með 729 milljónum manna með verulega eða mikla kaupgetu. Eftir hverju erum við að bíða!? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Utanríkismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Lengi virtist það vera í tízku, að tala illa um Evrópu og evru, þó að einmitt aðild okkar að EES og Schengen-samkomulaginu hefði tryggt okkur efnahagslegar framfarir og margvíslegt frelsi langt umfram það, sem áður hafði þekkzt eða ella hefði getað orðið. Með EES-samningnum komumst við með allar okkar framleiðsluvörur og afurðir, frjálslega og að mestu leyti tollalaust, inn á stærsta markað heims; 30 ríki með nú 513 milljónir íbúa. Samtímis opnaðist okkur að mestu vegabréfalaust frelsi til heimsókna, dvalar og búsetu í öllum þessum löndum, með fullum réttindum til starfa, atvinnu og eigin reksturs. Á sama hátt gátum við sótt erlenda starfskrafta frá ESB-löndunum til okkar, til að manna og styrkja okkar eigin atvinnuvegi, einkum ferðaþjónustu og byggingariðnað. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á afstöðu flestra til EES/ESB og Evrópu síðustu misserin. Upplýst umræða hefur leitt til þess, að fleiri og fleiri skilja nú, hversu mikilvægur og dýrmætur EES-samningurinn er. Ef miðað er við afstöðu þingmanna til 3. orkupakkans, sem í umræðu og afstöðu er orðinn nokkurs konar „persónugervingur“ EES-samningsins, þá virðast 52 af 63 þingmönnum vera hlynntir 3. orkupakkanum – enda sjálfsagður hluti af EES-samningnum, eins og frjálsar flugsamgöngur, frjálsir skipaflutningar og önnur frjáls og gagnkvæm viðskipti. Meta má umfang EES-samningsins – með Schengen – sem 80-90% af fullri ESB-aðild. Það, sem upp á vantar fulla ESB-aðild, er einkum tvennt: 1. Samkomulag um fiskveiðar við Ísland og stjórn þeirra. 2. Endanlegt samkomulag um landbúnaðarmál. Malta er um margt í svipaðri stöðu og Ísland. Lítil eyþjóð háð fiskveiðum og ferðaþjónustu. Þegar landið gekk í ESB 2003, fékk það full yfirráð yfir sínum fiskimiðum og fulla stjórnun sinnar fiskveiðilögsögu á grundvelli sögunnar, en Maltverjar höfðu sjálfir og einir farið með þessi yfirráð í ár og aldir. Það sama gildir um fiskveiðilögsögu okkar og fiskimið, og virðist það borðleggjandi, að við myndum fá sömu góðu úrlausnina fyrir þessi mál og Malta. Þegar Svíar og Finnar gengu í ESB 1995, fengu þeir líka sérákvæði inn í samninginn fyrir landbúnaðinn, honum til verndar og styrktar, vegna þess, sem nefnt var „norræn lega“. Er ekki að efa, að við myndum fá sömu sérkjör fyrir íslenzkan landbúnað við fulla inngöngu. En, af hverju full ESB-aðild í stað 80-90% aðildar með EES og Schengen!? EES-samningurinn var alltaf hugsaður til bráðabirgða. Samningurinn veitir því ekki aðgang að nefndum, ráðum og framkvæmdastjórn ESB; m.ö.o. við undirgengumst það, sem átti að vera í bili, að taka upp tilskipanir, reglugerðir og lög ESB – sem reyndar eru nær allar af hinu góða – án þess að hafa nokkuð um þær að segja; án nokkurrar umsagnar eða áhrifa, nánast án nokkurrar fyrirfram hugmyndar um, hvað koma skyldi. Þetta er auðvitað ófært til langframa. EES-samningurinn veitir heldur ekki aðgang að öflugasta og stöðugasta myntkerfi heims, evrunni, sem bæði tryggir lægstu vexti, sem völ er á, fyrir almenning og atvinnuvegina, og stórfellt aukalegt öryggi í formi launa, tekna og eigna, jafnt sem kostnaðar, gjalda og skulda í einni og sömu mynt. Úrtölu- og afdalamenn fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, myndum við engu ráða. Þetta er enn ein rangfærslan og ósannindaklisjan. Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Við fengjum 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 82,4 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 858 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Oft veljast fulltrúar smærri aðildarþjóða til forustu; Jean-Claude Juncker, frá Lúxemborg, næstfámennasta ríki ESB, hefur t.a.m. verið annar valdamesti maður sambandsins síðustu 5 ár. Margrether Vestager, frá Danmörku, kynni að taka við af honum. Skandinavar hafa alltaf haft mikið að segja í ESB. Hver aðildarþjóð hefur auk þess í raun neitunarvald, þar sem þjóðþing allra – nú 28 – aðildarríkjanna verða að samþykkja alla meiriháttar samninga, sem ESB gerir, og alla meiriháttar löggjöf eða breytingar á fyrri löggjöf. Loks skal bent á, að ESB er nú með fríverzlunarsamninga við þrjú mikilvæg lönd – öfluga markaði með samtals 216 milljónir íbúa; Japan, Suður-Kóreu og Kanada – en þessir fríverzlunarsamningar eru ekki með í EES-samkomulaginu. Full ESB-aðild tryggir þannig í dag frjálsan og tollalausan aðgang að markaði með 729 milljónum manna með verulega eða mikla kaupgetu. Eftir hverju erum við að bíða!?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun