Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:45 Forstjóri félagsins Festi sem á N1 telur líklegra að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Fréttablaðið/Anton Brink Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira