Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar Heimsljós kynnir 2. janúar 2019 09:30 Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu. Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu. Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent