Mér er hugsað til þín í dag, kæra kona Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. október 2019 16:00 Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar