Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 16:00 Tim Duncan og Gregg Popovich. Getty/Tom Pennington Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019 NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira