UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra Heimslós kynnir 23. júlí 2019 10:15 Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent
Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent