Skólinn okkar Sævar Reykjalín skrifar 23. júlí 2019 12:59 Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun