Vald og ábyrgð Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2019 08:00 Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun