Guðbjörg í Ísfélaginu byggir upp stöðu í TM Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Markaðsvirði TM er í dag tæplega 18 milljarðar króna. Mynd/TM Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM). Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Sjá meira
Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM).
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent