Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD? Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:21 ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun