Óþekktur nýliði kom Golden State til bjargar á afmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 18:30 Eric Paschall er leikmaður Golden State Warriors og var frábær í nótt. Getty/Ezra Shaw Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira