
Norðurslóðir fyrr og síðar
Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum.
INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir.
Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga.
Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar