Epitaph Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar