Ábyrgðin er yfirvalda Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun