Í tilefni af 8. nóvember Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:30 Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar