Viðskipti innlent

Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óðum styttist í að Mandimenn opni í Faxafeni.
Óðum styttist í að Mandimenn opni í Faxafeni. Mandi
Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. Staðurinn, sem er rekinn af Sýrlendingum, hefur notið vinsælda um árabil við Ingólfstorg í Reykjavík en þar er seldur mið-austurlenskur matur á borð við kebab, hummus og falafel.Á Facebook-síðu Mandi, sem notið hefur mikilla vinsælda, segir að óðum styttist í opnunina. Nætursala veitingastaðarins í miðbæ Reykjavíkur er vinsæl en opið er alla daga til tvö á næturna og til fimm um helgar.Staðurinn verður opnaður í rými sem áður hýsti útibú Hlöllabáta. Bátarnir hans Hlölla kvöddu Skeifuna þann 28. apríl en opnuðu annan í Mosfellsbæ.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,19
5
173.850
VIS
0,95
3
134.545
ICEAIR
0,85
13
7.501
KVIKA
0,77
14
99.641
FESTI
0,71
6
190.127

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-0,94
12
37.271
ORIGO
-0,51
5
74.256
ICESEA
0
1
25.050
BRIM
0
2
21.389
HAGA
0
1
29.040
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.