Mannréttindasáttmálinn – næstum alltaf eða aldrei Gísli Hall skrifar 3. júní 2019 07:00 Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á árinu 1953. Síðan þá hefur Ísland verið skuldbundið að þjóðarétti til að fylgja reglum sáttmálans. Í 46. grein hans segir að samningsríki skuldbindi sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Á árunum upp úr 1990 var mikil umræða um sáttmálann meðal íslenskra lögfræðinga. Sumir, m.a. Ragnar Aðalsteinsson, héldu því fram að sáttmálinn hefði í raun lagagildi hér á landi þar sem íslenskir dómstólar ættu ekki annan kost en að fylgja ákvæðum hans. Enginn hélt því fram að ekki þyrfti að hlíta niðurstöðum MDE svo ég muni. Árið 1994 var MSE lögfestur hér á landi, eftir að MDE kvað upp áfellisdóm á hendur íslenska ríkinu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar. Var það að ráði nefndar, sem dómsmálaráðherra hafði skipað til að gera tillögu um viðbrögð við dómnum. Nefndin var vandlega skipuð, þeim Ragnhildi Helgadóttur, Birni Bjarnasyni, Eiríki Tómassyni, Markúsi Sigurbjörnssyni og Ragnari Aðalsteinssyni. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að sáttmálinn yrði lögtekinn hér á landi. Var það einkum stutt þeim rökum að lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttaröryggi og tryggja að hann hefði bein áhrif að landsrétti. Ekki er annað að sjá en að Ísland hafi allt frá þessum tíma virt MSE og talið sig bundið af ákvæðum hans, eins og þau hafa verið túlkuð af MDE. Sem dæmi má nefna að í nóvember 2018 stóð Lögmannafélag Íslands fyrir fundi með yfirskriftinni „Hlutverk íslenskra dómstóla við beitingu MSE – samstarf eða tregða?“. Fyrirlesari var Róbert Spanó, dómari Íslands við MDE. Niðurstaða hans var að svo virtist sem tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum MDE væri á undanhaldi og undanfarinn áratug hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga „samstarf“ við Mannréttindadómstólinn. Hæstiréttur hefur í mörg skipti þurft að taka afstöðu til málatilbúnaðar, þar sem vísað hefur verið til ákvæða sáttmálans. Dæmi þar um er mál nr. 371/2010, ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. Um var að ræða ákæru vegna meintra skattalagabrota. Ákærðu héldu því fram í vörn sinni að þeir hefðu þegar fengið refsingu í formi álags. Það væri brot gegn ákvæði sáttmálans að ákæra/refsa tvisvar vegna sama verknaðarins. Á þessum tíma lágu fyrir fordæmi MDE einmitt um þetta efni, sem ákærðu vísuðu til. Í forsendum Hæstaréttar kom fram að hann liti til dómsúrlausna MDE, en í framhaldi af því var komist að niðurstöðu um að „óvissu gætti“ um skýringu á ákvæði sáttmálans sem til umfjöllunar var. Var kröfu ákærðu um frávísun málsins hafnað af þeirri ástæðu. Í framhaldinu voru þeir sakfelldir og ákveðin refsing. Augljóst er að hafi Hæstiréttur ekki talið sig bundinn af fordæmum MDE, þá hefði rökstuðningur réttarins verið á annan veg en að framan greinir. Sakfelldu leituðu til MDE vegna þessa, sem kvað upp dóm í maí 2017. Þar var sakfellingardómur Hæstaréttar talinn brot gegn ákvæði sáttmálans um bann við tvöfaldri refsingu. Umrætt ákvæði sáttmálans var þar túlkað á sama veg og Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu byggt á, öndvert við niðurstöðu Hæstaréttar. Í framhaldi af dómi MDE sóttu þeir Jón Ásgeir og Tryggvi um endurupptöku Hæstaréttar á máli þeirra. Dómur í því máli féll hinn 21. maí sl., mál nr. 12/2018. Niðurstaðan var sú að vísa málinu frá réttinum með þeim rökstuðningi að ekki væri að finna heimild í lögum til endurupptöku máls í kjölfar þess að MDE komist að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn MSE fyrir íslenskum dómtólum, „við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu“! Hæstiréttur hafði áður komist að öndverðri niðurstöðu og leyfði endurupptöku, í máli nr. 512/2012 (kennt við Vegas). Í Vegas-málinu hafði MDE komist að niðurstöðu um brot gegn ákvæði MSE um réttláta málsmeðferð. Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi endurupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja. Í báðum tilvikum er um það að ræða að efnisreglur sáttmálans voru brotnar. Endurupptöku Vegas-málsins lauk þannig að ákærði var sýknaður og í framhaldinu gerðar réttarbætur varðandi málsmeðferð fyrir dómi. Til viðbótar þessu greiddi íslenska ríkið hinum ákærða skaðabætur vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir vegna rangrar sakfellingar. Í tilviki Jóns Ásgeirs og Tryggva sitja þeir ennþá uppi með sakfellingardóminn ólögmæta, og íslenska ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að endurgreiða þeim sektir sem þeir höfðu greitt. Þessi málalok eru augljóst brot gegn MSE. Þau eru vitandi vits og engar afsakanir til. Einhverjir hafa fundið það út að dómur Hæstaréttar staðfesti fullveldi Íslands. Dómsmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum síðan, skrifaði grein þar sem hún ályktar að dómur MDE í Landsréttarmálinu svokallaða sé „umboðslaust pólitískt at“. Talsmaður ákæruvaldsins lýsti því svo að í Strassborg sitji „lögfræðingar með einhverjar hugmyndir“. Allt vekur þetta spurningar um raunverulegt gildi MDE og virðingu Íslands fyrir honum þegar á reynir. Á að skilja nýgenginn dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér U-beygju í afstöðu dómstólsins til MSE frá því sem rætt var á málþinginu í nóvember í fyrra? Ef um U-beygju er að ræða, á maður þá að leyfa sér, eins og ráðherrann fyrrverandi hefur nú gert, að velta því upp hvort dómurinn byggist á einhverju öðru en lögunum? Orð Hæstaréttar „í máli þessu“ geta verið vísbending um það. Og þetta getur þá líka verið lausn eða varnarmúr, fái íslenskir dómstólar ákúrur að utan fyrir réttarfarið í svokölluðum hrunmálum, en vænta má niðurstaðna í einhverjum málum af því tagi á næstunni. Það er ekki laust við að setji að manni hroll við þetta. Eina raunverulega ályktunin sem ég dreg af þessu er að Ísland er örríki, þar sem tengingar eru víða og aukin hætta á því að nálægðin, tíðarandi og almenningsálit hafi áhrif á niðurstöðu dómsmála. Ekki síst þess vegna hef ég talið MSE vera mikilvægan öryggisventil hér. Ef við ætlum ekki að virða niðurstöður MDE í okkar málum, þá er ástæða til að fella úr gildi lögin um lögfestingu hans, jafnframt því að afturkalla fullgildingu sáttmálans. Þá þarf enginn að fara í grafgötur með að sáttmálinn gildi ekki hér á landi og dómar MDE okkur óviðkomandi. Allt í krafti fullveldisins sem hefur þá verið misskilið hrapallega af lögfræðingum undanfarna áratugi. Við viljum þá varla neitt frekar vera að beygja okkur undir vald EFTA-dómstólsins og við skulum þá ekki heldur sóa tíma þingmanna og embættismanna frekar í orkupakkann margrædda. Höfundur er lögmaður og tekur fram að hann er samstarfsmaður Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs til margra ára. Höfundur vill að síðustu taka fram að í þessari grein lætur hann ekki uppi efnislegar skoðanir á einstökum úrlausnum MDE, né þeirra mála sem eru til úrlausnar nú. Landsréttarmálið þar með talið. Þar neytir íslenska ríkið réttar síns, samkvæmt sáttmálanum, til þess að bera málið undir yfirdeild réttarins. Kannski með öllu óþarft – því varla er ástæða til að áfrýja einhverju sem þarf ekki að fara eftir hvort eð er, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á árinu 1953. Síðan þá hefur Ísland verið skuldbundið að þjóðarétti til að fylgja reglum sáttmálans. Í 46. grein hans segir að samningsríki skuldbindi sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Á árunum upp úr 1990 var mikil umræða um sáttmálann meðal íslenskra lögfræðinga. Sumir, m.a. Ragnar Aðalsteinsson, héldu því fram að sáttmálinn hefði í raun lagagildi hér á landi þar sem íslenskir dómstólar ættu ekki annan kost en að fylgja ákvæðum hans. Enginn hélt því fram að ekki þyrfti að hlíta niðurstöðum MDE svo ég muni. Árið 1994 var MSE lögfestur hér á landi, eftir að MDE kvað upp áfellisdóm á hendur íslenska ríkinu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar. Var það að ráði nefndar, sem dómsmálaráðherra hafði skipað til að gera tillögu um viðbrögð við dómnum. Nefndin var vandlega skipuð, þeim Ragnhildi Helgadóttur, Birni Bjarnasyni, Eiríki Tómassyni, Markúsi Sigurbjörnssyni og Ragnari Aðalsteinssyni. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að sáttmálinn yrði lögtekinn hér á landi. Var það einkum stutt þeim rökum að lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttaröryggi og tryggja að hann hefði bein áhrif að landsrétti. Ekki er annað að sjá en að Ísland hafi allt frá þessum tíma virt MSE og talið sig bundið af ákvæðum hans, eins og þau hafa verið túlkuð af MDE. Sem dæmi má nefna að í nóvember 2018 stóð Lögmannafélag Íslands fyrir fundi með yfirskriftinni „Hlutverk íslenskra dómstóla við beitingu MSE – samstarf eða tregða?“. Fyrirlesari var Róbert Spanó, dómari Íslands við MDE. Niðurstaða hans var að svo virtist sem tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum MDE væri á undanhaldi og undanfarinn áratug hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga „samstarf“ við Mannréttindadómstólinn. Hæstiréttur hefur í mörg skipti þurft að taka afstöðu til málatilbúnaðar, þar sem vísað hefur verið til ákvæða sáttmálans. Dæmi þar um er mál nr. 371/2010, ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. Um var að ræða ákæru vegna meintra skattalagabrota. Ákærðu héldu því fram í vörn sinni að þeir hefðu þegar fengið refsingu í formi álags. Það væri brot gegn ákvæði sáttmálans að ákæra/refsa tvisvar vegna sama verknaðarins. Á þessum tíma lágu fyrir fordæmi MDE einmitt um þetta efni, sem ákærðu vísuðu til. Í forsendum Hæstaréttar kom fram að hann liti til dómsúrlausna MDE, en í framhaldi af því var komist að niðurstöðu um að „óvissu gætti“ um skýringu á ákvæði sáttmálans sem til umfjöllunar var. Var kröfu ákærðu um frávísun málsins hafnað af þeirri ástæðu. Í framhaldinu voru þeir sakfelldir og ákveðin refsing. Augljóst er að hafi Hæstiréttur ekki talið sig bundinn af fordæmum MDE, þá hefði rökstuðningur réttarins verið á annan veg en að framan greinir. Sakfelldu leituðu til MDE vegna þessa, sem kvað upp dóm í maí 2017. Þar var sakfellingardómur Hæstaréttar talinn brot gegn ákvæði sáttmálans um bann við tvöfaldri refsingu. Umrætt ákvæði sáttmálans var þar túlkað á sama veg og Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu byggt á, öndvert við niðurstöðu Hæstaréttar. Í framhaldi af dómi MDE sóttu þeir Jón Ásgeir og Tryggvi um endurupptöku Hæstaréttar á máli þeirra. Dómur í því máli féll hinn 21. maí sl., mál nr. 12/2018. Niðurstaðan var sú að vísa málinu frá réttinum með þeim rökstuðningi að ekki væri að finna heimild í lögum til endurupptöku máls í kjölfar þess að MDE komist að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn MSE fyrir íslenskum dómtólum, „við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu“! Hæstiréttur hafði áður komist að öndverðri niðurstöðu og leyfði endurupptöku, í máli nr. 512/2012 (kennt við Vegas). Í Vegas-málinu hafði MDE komist að niðurstöðu um brot gegn ákvæði MSE um réttláta málsmeðferð. Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi endurupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja. Í báðum tilvikum er um það að ræða að efnisreglur sáttmálans voru brotnar. Endurupptöku Vegas-málsins lauk þannig að ákærði var sýknaður og í framhaldinu gerðar réttarbætur varðandi málsmeðferð fyrir dómi. Til viðbótar þessu greiddi íslenska ríkið hinum ákærða skaðabætur vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir vegna rangrar sakfellingar. Í tilviki Jóns Ásgeirs og Tryggva sitja þeir ennþá uppi með sakfellingardóminn ólögmæta, og íslenska ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að endurgreiða þeim sektir sem þeir höfðu greitt. Þessi málalok eru augljóst brot gegn MSE. Þau eru vitandi vits og engar afsakanir til. Einhverjir hafa fundið það út að dómur Hæstaréttar staðfesti fullveldi Íslands. Dómsmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum síðan, skrifaði grein þar sem hún ályktar að dómur MDE í Landsréttarmálinu svokallaða sé „umboðslaust pólitískt at“. Talsmaður ákæruvaldsins lýsti því svo að í Strassborg sitji „lögfræðingar með einhverjar hugmyndir“. Allt vekur þetta spurningar um raunverulegt gildi MDE og virðingu Íslands fyrir honum þegar á reynir. Á að skilja nýgenginn dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér U-beygju í afstöðu dómstólsins til MSE frá því sem rætt var á málþinginu í nóvember í fyrra? Ef um U-beygju er að ræða, á maður þá að leyfa sér, eins og ráðherrann fyrrverandi hefur nú gert, að velta því upp hvort dómurinn byggist á einhverju öðru en lögunum? Orð Hæstaréttar „í máli þessu“ geta verið vísbending um það. Og þetta getur þá líka verið lausn eða varnarmúr, fái íslenskir dómstólar ákúrur að utan fyrir réttarfarið í svokölluðum hrunmálum, en vænta má niðurstaðna í einhverjum málum af því tagi á næstunni. Það er ekki laust við að setji að manni hroll við þetta. Eina raunverulega ályktunin sem ég dreg af þessu er að Ísland er örríki, þar sem tengingar eru víða og aukin hætta á því að nálægðin, tíðarandi og almenningsálit hafi áhrif á niðurstöðu dómsmála. Ekki síst þess vegna hef ég talið MSE vera mikilvægan öryggisventil hér. Ef við ætlum ekki að virða niðurstöður MDE í okkar málum, þá er ástæða til að fella úr gildi lögin um lögfestingu hans, jafnframt því að afturkalla fullgildingu sáttmálans. Þá þarf enginn að fara í grafgötur með að sáttmálinn gildi ekki hér á landi og dómar MDE okkur óviðkomandi. Allt í krafti fullveldisins sem hefur þá verið misskilið hrapallega af lögfræðingum undanfarna áratugi. Við viljum þá varla neitt frekar vera að beygja okkur undir vald EFTA-dómstólsins og við skulum þá ekki heldur sóa tíma þingmanna og embættismanna frekar í orkupakkann margrædda. Höfundur er lögmaður og tekur fram að hann er samstarfsmaður Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs til margra ára. Höfundur vill að síðustu taka fram að í þessari grein lætur hann ekki uppi efnislegar skoðanir á einstökum úrlausnum MDE, né þeirra mála sem eru til úrlausnar nú. Landsréttarmálið þar með talið. Þar neytir íslenska ríkið réttar síns, samkvæmt sáttmálanum, til þess að bera málið undir yfirdeild réttarins. Kannski með öllu óþarft – því varla er ástæða til að áfrýja einhverju sem þarf ekki að fara eftir hvort eð er, eða hvað?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar