Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 21:45 Michael Jordan of Clyde Drexler í úrslitunum 1992. Getty/John W. McDonough Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019 NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019
NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira