Endurleikur Haukur Örn Birgisson skrifar 1. október 2019 07:45 Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun