Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 25. nóvember 2019 18:20 Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. Í viðtali við mbl.is í kjölfar dómsins sagði Jón Steinar að dómarar Landsréttar hafi greinilega haft vilja til þess að gera umbjóðanda mínum til geðs og þeir hafi verið vilhallir honum. Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður. Þessi ummæli voru síðan endurbirt í frétt í netmiðli Fréttablaðsins.Það er kunnulegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins. Það er hins vegar alveg nýtt að Jón Steinar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlutdrægir í máli sem hann vinnur. Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins.Við dómsuppsögu í Landsrétti, föstudaginn 22. nóvember sl., voru kveðnir upp dómar í sjö einkamálum. Í þremur þessara mála var málskostnaður felldur niður. Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti. Svo var ekki heldur var niðurstaðan um niðurfellingu málskostnaðar rökstudd með vísan til þess að orðfæri Jóns Steinars í umrætt skipti hafi verið með þeim hætti að það réttlætti málssókn.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. Í viðtali við mbl.is í kjölfar dómsins sagði Jón Steinar að dómarar Landsréttar hafi greinilega haft vilja til þess að gera umbjóðanda mínum til geðs og þeir hafi verið vilhallir honum. Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður. Þessi ummæli voru síðan endurbirt í frétt í netmiðli Fréttablaðsins.Það er kunnulegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins. Það er hins vegar alveg nýtt að Jón Steinar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlutdrægir í máli sem hann vinnur. Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins.Við dómsuppsögu í Landsrétti, föstudaginn 22. nóvember sl., voru kveðnir upp dómar í sjö einkamálum. Í þremur þessara mála var málskostnaður felldur niður. Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti. Svo var ekki heldur var niðurstaðan um niðurfellingu málskostnaðar rökstudd með vísan til þess að orðfæri Jóns Steinars í umrætt skipti hafi verið með þeim hætti að það réttlætti málssókn.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar