Furðuleg samkoma í boði MATÍS Jón Kaldal skrifar 20. desember 2019 14:30 MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar