Fyrstu jólin í þriðja skiptið Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 08:00 Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun