Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. desember 2019 08:00 Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Strætó Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar