Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:30 Guðmundur Guðmundsson þurfti að taka stórar ákvarðanir í gær. vísir/epa Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00