Með framendann fastan í afturendanum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. mars 2019 08:00 Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun