Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. mars 2019 07:30 Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar