Mennt er máttur Óttar Guðmundsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar