Hver á hvað? Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar